Vísindasjóður STAG

Vísindasjóður STAG er fyrir háskólamenntaða félagsmenn STAG, sjá nánar í reglum sjóðsins. 

Umsókn um styrk úr Vísindasjóði má nálgast inn á þjónustugátt Garðabæjar.

 

Í kjarasamning segir þetta um Vísindasjóð: 

13.6 VÍSINDASJÓÐUR

13.6.1

Launagreiðandi greiðir mánaðarlega framlag í vísindasjóð félagsins sem nemur 1,5% af föstum dagvinnulaunum starfsmanna með háskólapróf enda sé gerð krafa um slíka menntun í viðkomandi starf. Í þeim tilfellum sem það á við er heimilt að sameina vísindasjóði félaga kjósi þau svo. Einnig er heimilt að sameina sjóði þessa hefðbundnum endurmenntunarsjóðum viðkomandi félaga. Sjóðurinn greiðir meðal annars styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki og styrki vegna námskeiða sem félagið stendur fyrir.


Styrkirnir greiðast samkvæmt nánari reglum er viðkomandi sjóðsstjórn setur. Starfsmaður sem fer í námsleyfi skv. reglum sjóðsins haldi ráðningu og ráðningartengdum réttindum. Stjórn sjóðsins skal skipuð tveimur fulltrúum frá hvorum aðila.