Starfsreglur Vísindasjóðs

Starfsreglur við úthlutun styrkja úr vísindasjóði

háskólamenntaðra starfsmanna STAG hjá Garðabæ.

 

Reglur vegna styttri námskeiða og kynnisferða.

Úthlutun fer fram tvisvar á ári með umsóknarfresti til 1. maí og 1. október eða þegar stjórn sjóðsins ákveður. Stjórn sjóðsins er heimilit að úthluta styrkum þó að umsókn berist á öðrum tíma.

Við mat á umsóknum skulu eftirtalin atriði m.a. höfð til hliðsjónar:

  • Gildi námskeiðsins/ferðarinnar fyrir starf umsækjanda
  • Hve langt er síðan viðkomandi starfsmaður fékk síðast úthlutað úr sjóðnum

Styrkir vegna námskeiða og kynnisferða eru greiddir skv. staðfestingu á kostnaði.

Hámarksfjárhæð styrks er kr. 325.000 en heimilt er að hækka styrki um allt að kr. 200.000 vegna ferðakostnaðar og uppihalds.

 

Reglur vegna styrkveitinga til framhaldsnáms.

Úthlutun fer fram einu sinni á ári með umsóknarfresti til 1. maí. Afgreiðsla sjóðsstjórnar skal liggja fyrir eigi síðar en mánuði eftir lok umsóknarfrests. Stjórn sjóðsins er heimilt að úthluta styrkjum þó að umsókn hafi ekki borist í umsóknarfresti.

Starfsmaður getur sótt um styrk úr sjóðnum til greiðslu á kostnaði sem hann ber vegna framhaldsnáms.

Við mat á umsóknum skulu eftirtalin atriði m.a. höfð til hliðsjónar:

  1. Gildi námsins fyrir starf umsækjanda
  2. Hve langt er síðan viðkomandi starfsmaður fékk síðast úthlutað úr sjóðnum.
  3. Umfang námsins
    • Að lágmarki 20 eininga nám allt að 360.000 kr. styrkur
    • Að lágmarki 30 eininga nám allt að 430.000 kr. styrkur
    • Að lágmarki 40 eininga nám allt að 495.000 kr. styrkur
    • Að lágmarki 48 eininga nám allt að 585.000 kr. styrkur
    • Dreift nám, a.m.k. 3 annir, 30 einingar allt að 585.000 styrkur

 

Þegar ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um einingar viðkomandi náms er stjórn sjóðsins heimilt að meta nám til ígildi eininga samkvæmt ofangreindu.

 

Styrkir eru greiddir út að 2/3 hluta við staðfestingu á skráningu í viðkomandi nám. Eftirstöðvar greiðast við staðfest námslok eða áfangalok.

 

Reglur vegna styrkveitinga til rannsóknar- og þróunarverkefna.

Úthlutun fer fram einu sinni á ári með umsóknarfresti til 1. maí ár hvert. Stjórn sjóðsins er heimilt að úthluta styrkjum þó að umsókn hafi ekki borist í umsóknarfresti. Afgreiðsla sjóðsstjórnar skal liggja fyrir eigi síðar en mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Við mat á umsóknum skulu eftirtalin atriði m.a. höfð til hliðsjónar.

  • Gildi verkefnisins fyrir þróun innan stofnunarinnar
  • Nýbreytnigildi verkefnisins
  • Skipulag verkefnis – markmið - vinnuferli
  • Hvort verkefnið hlýtur styrki úr öðrum sjóðum

 

Heimilt er að veita styrki vegna:

  • Vinnu umsækjanda við verkefnið utan venjulegs vinnutíma.
  • Ferðakostnaðar samfara verkefninu.
  • Aðkeyptrar þjónustu

 

Sjóðsstjórn ákveður með hvaða hætti greiðslum til styrkþega er háttað en lokagreiðsla skal þó ekki fara fram fyrr en lokaskýrslu um verkefnið hefur verið skilað.

 

Umsóknareyðublöð

Umsóknum um styrki skal skilað til sjóðsstjórnar á þar til gerðum eyðublöðum.

Samþykkt í stjórn vísindasjóðs 20. mars 2023.

Guðjón Erling Friðriksson,

bæjarritari.