Af stjórnarborðinu

Fyrir stuttu auglýsti stjórn STAG eftir áhugasömu fólki til starfa í laganefnd og kjörnefnd. Laganefnd hefur það verkefni að rýna lög félagsins og komi með tillögur að lagabreytingum ef þurfa þykir. Kjörnefnd hefur það verkefni að gera tillögur að aðilum sem gefa kost á sér í stjórn og nefndir. Jafnframt heldur nefndin utan um kosningar á aðalfundi félagsins sem stefnt er á að halda um mánaðarmótin apríl/maí.

Skemmst er frá því að segja að félagar tóku vel í beiðnina og var fyrsti fundur nefndarmanna með hluta stjórnar haldinn þriðjudaginn 4. mars.

Kjörnefnd skipa:

Ásta Sigrún Magnúsdóttir, bæjarskrifstofum - formaður nefndar

Birgitta Rós Nikulásdóttir, bæjarskrifstofum

Friðrik Sigurður Einarsson, áhaldahús

Sveinborg Petrína Jensdóttir, Garðalundi

Laganefnd skipa:

Sigríður Logadóttir, bæjarskrifstofum - formaður nefndar

Anna Guðrún Gylfadóttir, bæjarskrifstofum

Karitas Eik Sandholt, heimaþjónusta