Niðurstaða kosninga um kjarasamning STAG við Launanefnd sveitarfélaga fyrir hönd Garðabæjar.
Á kjörskrá voru 412. Af þeim kusu 88 atkvæðisbærir félagsmenn, sem gerir 21,4% kjörsókn.Samningurinn var samþykktur af 57 eða með 64,77%, nei sögðu 31 eða 35,23%. Engir seðlar voru auðir eða ógildir.
Stjórn STAG lítur svo á að samningurinn hafi verið samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða og því sé hann réttmætur.