Á hádegi í dag, miðvikudaginn 26. apríl, hefst atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu Starfsmannafélags Garðabæjar og 10 annara aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og mun berast félögum er taka þátt í henni í tölvupósti. Einungis starfsmenn leikskóla sem eru félagsmenn í STAG hafa kosningarétt. Hlekkur inn á kosninguna er hér: https://innskraning.island.is/?id=outcomesurveys.com
Í Garðabæ mun starfsfólk leikskóla leggja niður störf samþykki það slíkt í atkvæðagreiðslu.
Samband íslenskra sveitarfélaga neitar að verða við þeirri sjálfsögðu kröfu að leiðrétta augljósa mismunun á launum starfsfólks sveitarfélaga sem heyrir undir mismunandi kjarasamninga. Á mannamáli þýðir það að félagar STAG eiga að fá að meðaltali 25% lægri launahækkun og verða þannig af um 140.000 krónum sem aðrir hafa þegar fengið í launaumslagið. Um er að ræða fólk sem vinnur hlið við hlið, jafnvel í sömu starfsheitum innan sömu stofnana sveitarfélaga; t.d innan leikskóla, grunnskóla, heimila fatlaðs fólks, íþróttamannvirkja og áhaldahúsa. Slík óbilgirni verður ekki liðin og því er kominn tími til frekari aðgerða.
Sameiginlegar kröfur BSRB félaga eru:
Greidd verða atkvæði um verkföll á ákveðnum vinnustöðum sem ætlað er að þrýsta á Samband íslenskra sveitarfélaga að verða við réttlátum kröfum starfsfólks sveitarfélaga um allt land.
Atkvæðagreiðslu lýkur kl 12:00 á laugardag, 29. apríl, og verða niðurstöður birtar í kjölfarið.
Þitt atkvæði skiptir máli.
Sömu laun fyrir sömu störf!