Niðurstöður kosninga um verkfallsboðun

Niðurstöður kosninga um verkfallsboðum liggja nú fyrir hjá STAG. 544 voru á kjörskrá og af þeim kusu einungis 221 eða 40,6%. Til að kosning sé lögleg hefði þurft minnst 50% kjörsókn þannig að verkfallsboðun var felld.

Af þeim sem kusu völdu 72,9% já við verkfalli, 18,6% sögðu nei og 8,6% skilaði auðu.

Félagsmenn í STAG eru því EKKI að fara í verkfall komi til þeirra.

Nánari fréttir má sjá á síðu BSRB; https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/yfirgnaefandi-meirihluti-samthykkti-verkfallsbodun?fbclid=IwAR0CjsRvgRmDtU-dBPN1cvt8F1raGduzP1i20f_YmF2sOWyq_uOC7K3Dspc