Nú líður að kosningum um nýjan kjarasamning.

Ef þú fékkst ekki eftirfarandi tölvupóst í dag frá STAG, þá þarftu að hafa samband við skrifstofu félagsins og kanna á hvaða netfang pósturinn var sendur:
 
Ágætu félagar.
 
Nú hyllir loksins undir undirritun á nýjum kjarasamningi STAG við Samband íslenskra sveitarfélaga .Um leið og samningurinn hefur verið undirritaður er hægt að hefjast handa við næstu skref; kynningu og kosningu.
 
Inn á heimasíðu STAG, www.stag.is, er kominn tengill inn á upplýsingasíðu vegna kjarasamninga 2020. Þar eru að koma inn jafnt og þétt ýmsar upplýsingar er varða kjarasamninginn. Við viljum hvetja félagsmenn til að kynna sér það efni sem þar er t.d. um styttingu vinnuvikunnar.
 
Á allra næstu dögum mun rafræn kosning fara í gang. Til að gerlegt sé að greiða laun um næstu mánaðarmót m.v. nýjan kjarasamning þá verður samþykki samningsins að liggja fyrir eigi síðar en að morgni þriðjudagsins 21. apríl. Það er því ljóst að kosning mun ekki verða opin lengi og af þeim sökum er mjög mikilvægt að félagsmenn fylgist vel með pósti sínum næstu daga. Félagið mun senda skeyti til ykkar með ábendingu um að kosning sé komin í gang og samhliða því mun ykkur berast skeyti með rafrænum kjörseðli frá fyrirtækinu sem mun halda utan um kosninguna fyrir okkur.
 
Verkefni félagsmanna næstu daga eru því þessi:
 
• Byrjið strax að kynna ykkur það efni sem komið er inn á heimasíðu félagsins, www.stag.is sjá hlekk á forsíðu.
• Fylgist vel með tölvupósti ykkar næstu daga til að missa ekki af skeyti um rafræna kosningu.
• Kynnið ykkur það viðbótarefni sem mun koma inn á heimasíðuna næstu daga. Ef einhverjar spurningar vakna hikið þá ekki við það að senda þær á stag@stag.is og/ eða formadur@stag.is . Spurningum verður safnað saman og svarað á heimasíðunni (og facebook).
• Nýtið ykkur kosningaréttinn.
 
Bestu kveðjur
Stjórn STAG.