Orlofshús á Spáni- breytingar
Til að mæta þörfum félagsmanna og til að bæta nýtingu orlofshúss á Spáni hefur orlofsnefnd ákveðið eftirfarandi breytingar á leigufyrirkomulagi á Spáni.
Tímabilið 1. maí til 31. október:
Tímabil leigu 2 vikur.
Verð: kr. 45.000,- Punktafrádráttur: 24 punktar.
Sækja skal um á orlofsvef, punktastaða félagsmanns ræður úthlutun.
Tímabilið 1. nóvember til 30. apríl:
Tímabil leigu – 1 sólarhringur
Verð: kr. 3.000,- Punktafrádráttur; 1 punktur.
Félagsmaður bókar og greiðir strax á orlofsvef, ekki er sérstök úthlutun.
Fyrstur kemur – fyrstur fær.
Tímabilið 1. nóvember til 30. apríl:
Tímabil leigu: 1 sólarhringur – félagsmenn velja fjölda gistinátta.
Hér gildir reglan – fyrstur kemur – fyrstur fær -
Þetta tímabil verður opnað á sama tíma og umsóknarferli fyrir hálfsmánaðar leigu og gildir þar fyrstur kemur- fyrstur fær. Síðan tekur úthlutunartímabilið við og eftir það verður tímabil sólarhringsleigu opið eins langt fram í tímann og þurfa þykir.
Verð pr. sólarhring: kr. 3.000,- Punktafrádráttur pr. sólarhring: 1 punktur.
Aðalbreytingin hérna er að nú verða páskar á Spáni ekki settir í úthlutunarferli eins og alltaf hefur verið gert. Páskarnir á Spáni hafa ekki þótt vinsælir og þótt þeim hafi stundum verið úthlutað, þá hefur þeim líka oft verið skilað inn. Ein af orsökum gæti verið hátt flugverð á þessum tíma. Er það von okkar að með því að hafa sólarhringsleigu gætu fleiri nýtt sér að leigja húsið og gripið tilboð flugfélaganna þegar þau berast.
Hvernig skal meðhöndla ef orlofshúsi er skilað inn:
Með nýju fyrirkomulagi er hægt að leigja orlofshús með löngum fyrirvara. Alltaf má því búast við ákveðnum afbókunum. 25% leiguverðs er óafturkræft og skiptir ekki máli hvort húsið endurleigist eður ei, því að það er vinna við að endurgreiða og endurleigja tímabilið.
Hægt verður að sækja um á Spáni fyrir 2017 skv ofangreindu núna frá og með 21.sept. kl.: 12:00 til 5.október kl.: 12:00