Stéttarfélögin vinna fyrir félagsmenn á opinberum vinnumarkaði en samstarfsfélögin eru; Foss stéttarfélag í almannaþjónustu, starfsmannafélögin í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Suðurnesjum. Samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramót en á þeim opinbera í lok mars á næsta ári.
Eitt fyrsta verkefni í samstarfi SSS er að leggja af stað með sameiginlega og vandaða viðhorfskönnun þar sem leitað er til félagsmanna, grasrótarinnar. Kallað er eftir kröfum og helstu áhersluatriðum vegna komandi kjarasamninga. Þá er upplýsinga leitað meðal annars um líðan í starfi, launakjör og vinnuumhverfi. Með viðhorfskönnuninni vilja stéttarfélögin fá fram skoðanir sinna félagsmanna til að geta starfað betur í þeirra þágu. Könnunin verður samanburðarhæf við eldri kannanir og mega félagsmenn eiga von á að beiðni um þátttöku berist með tölvupósti á næstu dögum en einnig verður hægt að svara könuninni með snjallsíma.