Viðræður STAG við Samband Íslenskra sveitafélaga eru komnar í gang en hið óvanalega ástand sem nú er í þjóðfélaginu hefur hægt á þeim. Það lítur því út fyrir að laun um næstu mánaðarmót verði ekki greidd skv. nýjum samningum og að leiðrétting komi þá mánuði síðar.
Megininnihald okkar samnings er alveg í takt við það sem önnur bæjarstarfsmannafélög sömdu um og þið getið kynnt ykkur það helsta hér: https://www.bsrb.is/is/moya/page/kynning-a-kjarasamningum-2020