Fréttir

Haustúthlutun orlofshúsa

Haustúthlutun orlofshúsa STAG fer fram á skrifstofu STAG fimmtudaginn 11. september milli kl.: 17:00 og 18:00. Númerakerfið góða - fyrstur kemur, fyrstur fær. Smellið á haus fréttar til að fá nánari upplýsingar.

Kjarasamningurinn samþykktur

Niðurstaða kosninga um kjarasamning STAG við Launanefnd sveitarfélaga fyrir hönd Garðabæjar. Á kjörskrá voru 412. Af þeim kusu 88 atkvæðisbærir félagsmenn, sem gerir 21,4% kjörsókn. Samningurinn var samþykktur af 57 eða með 64,77%, nei sögðu 31 eða 35,23%. Engir seðlar voru auðir eða ógildir. Stjórn STAG lítur svo á að samningurinn hafi verið samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða og því sé hann réttmætur.

Fundurinn í gær vel sóttur!

Fundurinn í gær þann 3.sept. var vel sóttur af félagsmönnum okkar.

NÝR KJARASAMNINGUR OG KOSNING

Nú er búið að skrifa undir nýjan kjarasamning og verður hann kynntur fyrir félagsmönnum STAG á miðvikudaginn 3. sept. kl. 16:30 á sal í Flataskóla. Kosið verður um samninginn á staðnum að fundi loknum og á skrifstofu STAG fimmtudaginn 4. september kl. 12:30-16:30

Skrifstofan er aftur opin! :-)

Hér er búið að rífa niður veggi og ýmislegt fleira, ekki allt búið en skrifstofan er amk aftur opin!

Viðgerðir á skrifstofu

Verið er að gera skrifstofuna okkar fína og því ekki opið á skrifstofunni á meðan.

Skrifstofan er lokuð vegna sumarleyfa til 11.ágúst.

Fundargerð aðalfundar

Fundargerð aðalfundar 2014 er komin á vefinn.

Nýr formaður!

Kristján Hilmarsson sem verið hefur í stjórn STAG var kjörinn formaður félagsins í gær á aðalfundi okkar.

Aðalfundur STAG verður haldinn þriðjudaginn 10.júní

Aðalfundur Starfsmannafélags Garðabæjar verður haldinn á sal í Flataskóla þriðjudaginn 10.júní kl.: 16:30