09.09.2014
Haustúthlutun orlofshúsa STAG fer fram á skrifstofu STAG fimmtudaginn 11. september milli kl.: 17:00 og 18:00. Númerakerfið góða - fyrstur kemur, fyrstur fær. Smellið á haus fréttar til að fá nánari upplýsingar.
09.09.2014
Niðurstaða kosninga um kjarasamning STAG við Launanefnd sveitarfélaga fyrir hönd Garðabæjar.
Á kjörskrá voru 412. Af þeim kusu 88 atkvæðisbærir félagsmenn, sem gerir 21,4% kjörsókn.
Samningurinn var samþykktur af 57 eða með 64,77%, nei sögðu 31 eða 35,23%. Engir seðlar voru auðir eða ógildir.
Stjórn STAG lítur svo á að samningurinn hafi verið samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða og því sé hann réttmætur.
04.09.2014
Fundurinn í gær þann 3.sept. var vel sóttur af félagsmönnum okkar.
01.09.2014
Nú er búið að skrifa undir nýjan kjarasamning og verður hann kynntur fyrir félagsmönnum STAG á miðvikudaginn 3. sept. kl. 16:30 á sal í Flataskóla.
Kosið verður um samninginn á staðnum að fundi loknum og á skrifstofu STAG fimmtudaginn 4. september kl. 12:30-16:30
18.08.2014
Hér er búið að rífa niður veggi og ýmislegt fleira, ekki allt búið en skrifstofan er amk aftur opin!
13.08.2014
Verið er að gera skrifstofuna okkar fína og því ekki opið á skrifstofunni á meðan.
16.06.2014
Fundargerð aðalfundar 2014 er komin á vefinn.
11.06.2014
Kristján Hilmarsson sem verið hefur í stjórn STAG var kjörinn formaður félagsins í gær á aðalfundi okkar.
02.06.2014
Aðalfundur Starfsmannafélags Garðabæjar verður haldinn á sal í Flataskóla þriðjudaginn 10.júní kl.: 16:30